Yfir 1.000 þátttakendur í The Puffin Run

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Um 1.100 manns frá sextán þjóðernum taka þátt í utanvegahlaupinu The Puffin Run, eða Lundahlaupinu, sem hefst í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag, og er þetta mesti fjöldinn til þessa.

Að sögn eins af skipuleggjendunum, Magnúsar Bragasonar, taka sennilega um 200 fleiri þátt í ár en í fyrra þegar þátttakendur voru 870 talsins.

Margir af bestu langhlaupurum Íslands taka þátt í mótinu. Í verðlaun fyrir fyrsta sætið eru 100 þúsund krónur.

Magnús segir veðrið vera milt og gott í Eyjum og vind lítinn.

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir ökumönnum á að fara varlega um götur bæjarins og á þeim stöðum sem hlauparar verða á ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert