Breytingar ekki á borðinu vegna skólameistara

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er á dagskrá að gera breytingar á nýlegri skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara Flensborgarskóla í Hafnarfirði.

Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Hann sagði að ráðuneytið muni setjast yfir málið með Erlu Sigríði. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr þeim deilum sem hafa sprottið upp eftir að hún var skipuð skólameistari.

Von er á yfirlýsingu frá Erlu Sigríði vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert