Farþegar 25 sinnum fleiri nú en í fyrra

Flugið er að taka við sér.
Flugið er að taka við sér. mbl.is/Árni Sæberg

Tuttugu og fimm sinnum fleiri millilentu á Íslandi í aprílmánuði í ár en í aprílmánuði í fyrra að því er fram kemur í flutningatölum Icelandair fyrir aprílmánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 219.000 í apríl nú, en 9.000 í apríl í fyrra.

Tengifarþegar voru um 71.000 eða um þriðjungur millilandafarþega. Af þeim 219.000 sem flugu með félaginu í apríl voru farþegar til Íslands 95.000 og frá Íslandi 53.000. Segir frá þessu í fréttatilkynningu frá Icelandair.

Innanlandsflugið tekur við sér

Farþegar í innanlandsflugi voru um 23.000 í samanburði við 12.000 í fyrra en sætanýtingin var töluvert betri einnig, 80% nú samanborið við 62% í apríl í fyrra. Það sem af er ári hefur farþegum í innanlandsflugi fjölgað um 40% miðað við sama tíma í fyrra. 

Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði þá um 6% samanborið við apríl í fyrra en fraktflutningar jukust um 29% frá fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert