Persónuvernd hefur sektað Reykjavíkurborg um fimm milljón króna stjórnvaldssekt vegna notkunar borgarinnar á Seesaw-nemendakerfinu í grunnskólum borgarinnar. Í desember 2021 var Reykjavíkurborg gert að að loka reikningum skólabarna í Seesaw og sjá til þess að öllum upplýsingum yrði komið til forráðamanna, geymt í skólunum og síðan eytt úr kerfinu.
Samkvæmt persónuvernd uppfyllti Seesaw kerfið ekki þær kröfur sem gerðar eru um meðferð persónugreinanlegra upplýsinga, og litið er til þess að gera megi ráð fyrir að viðkvæmar upplýsingar séu skráðar í kerfið.
Helstu ágallar á notkun kerfisins var að vinnsla á persónuupplýsingum stangaðist á við lög, fræðsla til forráðamanna var ófullnægjandi og vinnsla á upplýsingum í kerfinu hefði ekki nægjanlega vinnsluheimild. Auk þess taldi Persónuvernd að ekki væri farið eftir meðalhófi og lágmörkun gagna eða gagnsæi í vinnslu þar sem kerfið vinnur persónuupplýsingar í því skyni að beina markaðssetningu að foreldrum og börnum. Síðan var Reykjavíkurborg ekki hafa tryggt nægilega vel í samningi við fyrirtæki um meðferð upplýsinganna sem voru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án vitundar Reykjavíkurborgar.
Við ákvörðun um sektina var litið til þess að í hlut á viðkvæmur hópur, en einnig til þess að svo virðist sem ekki hafi skaði hlotist af og að Reykjavíkur svaraði fyrirspurnum Persónunefndar skilmerkilega og hætti notkun kerfisins eftir ábendingar Persónuverndar í desember sl.
Hér er hægt að lesa frekar um sektarákvörðunina.