Guðjón endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara

Guðjón Hreinn Hauksson.
Guðjón Hreinn Hauksson. Ljósmynd/Aðsend

Guðjón Hreinn Hauksson er réttkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara á kjörtímabilinu 2022-2026. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku fyrir FF síðan 2019. 

Atkvæðagreiðslu í formanns- og stjórnarkjöri Félags framhaldsskólakennara lauk klukkan 14 í dag.

Niðurstaða í formannskjöri

  • Guðjón Hreinn Hauksson hlaut 732 atkvæði eða 70,4%
  • Kjartan Þór Ragnarsson hlaut 264 atkvæði eða 25,4%
  • Auðir seðlar voru 44 eða 4,2%
  • Á kjörskrá voru 1.756
  • Atkvæði greiddu 1.040 eða 59,2%

Samhliða formannskjöri var kosið um fjögur sæti í stjórn Félags framhaldsskólakennara. Þrettán voru í framboði. 

Nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert