Lögreglan á Norðurlandi eystra ekki vanhæf

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að kröfu Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks, um vanhæfi lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra til að fara með rann­sókn á meint­um brot­um henn­ar gegn friðhelgi Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra er hafnað.

Greint er frá úrskurði Landsréttar á vef RÚV.

Þóra sagði Eyþór Þor­bergs­son sak­sókn­ara hjá lög­regl­unni ekki hæf­an vegna umæla hans í viðtali á Vísi og í grein­ar­gerð til héraðsdóms í máli Aðal­steins Kjart­ans­son­ar blaðamanns Stund­ar­inn­ar. 

Auk Þóru voru þrír blaðamenn með stöðu sak­born­ings í mál­inu um meint brot á friðhelgi einka­lífs, þeir Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, Arn­ar Þór Ing­ólfs­son blaðamaður Kjarn­ans og Aðal­steinn Kjart­ans­son blaðamaður á Stund­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert