„Næstum drukknaður“ í Reynisfjöru

Spænski ferðamaðurinn á hnánum í sandinum eftir að hann komst …
Spænski ferðamaðurinn á hnánum í sandinum eftir að hann komst upp úr sjónum. Nærstaddir ræða við hann. Ljósmynd/Sandra Pawłowska

Sjúkra­bíll var kallaður að Reyn­is­fjöru á sjö­unda tím­an­um í gær­kvöldi eft­ir að spænsk­ur ferðamaður lenti þar í lífs­háska.

Að sögn Odds Árna­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á Suður­landi, náði maður­inn að kom­ast úr sjón­um af sjálfs­dáðum eft­ir nokkra stund. Áður höfðu nærstadd­ir ætlað að bjarga hon­um. Hann var kald­ur og í miklu upp­námi þegar hann var kom­inn á þurrt land. 

Náð í björgunarhring.
Náð í björg­un­ar­hring. Ljós­mynd/​Sandra Pawłowska

Sjúkra­flutn­inga­menn skoðuðu hann í fram­hald­inu og reynd­ist hann vera í lagi, seg­ir Odd­ur og bæt­ir við að ferðamönn­um hafi fjölgað mjög á svæðinu að und­an­förnu.

Spurður seg­ist hann ekki muna eft­ir fleiri til­vik­um sem þess­um að und­an­förnu.

Ljós­mynd/​Sandra Pawłowska

Fór vilj­andi út í sjó­inn

Sandra Pawłowska ljós­mynd­ari, sem varð vitni að því sem gerðist í Reyn­is­fjöru í gær, seg­ir mann­inn hafa verið næst­um drukknaður. Hann hafi farið vilj­andi út í sjó­inn og farið úr föt­um á meðan vin­ur hans myndaði hann.

Ljós­mynd/​Sandra Pawłowska

Hún seg­ir at­vikið hafa vakið hjá sér ótta og að nærstatt fólk hafi farið með börn­in sín í burtu til að þau sæu ekki hvað var þarna að ger­ast.

Dauðsföll hafa orðið í Reyn­is­fjöru, enda geta öld­urn­ar þar orðið mjög stór­ar og hættu­leg­ar. Í nóv­em­ber síðastliðnum lést kín­versk kona þar eft­ir að hafa farið út með öldu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka