Hvít jörð í Reykjavík

Við Elliðavatn í morgun.
Við Elliðavatn í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Veður­stofa Íslands seg­ir að kalt loft streymi yfir landið og að „ansi vetr­ar­legt“ sé um að lit­ast.

Jörð er til að mynda hvít víða á höfuðborg­ar­svæðinu þenn­an morg­un­inn. Ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins myndaði snjó­breiðuna við Elliðavatn laust fyr­ir klukk­an fimm og má með sanni segja að út­litið sé ekki sum­ar­legt. 

„Í dag verða norðaust­an og norðan 8-15 m/​s og all­víða snjó­koma eða slydda, en hæg­ari vind­ur sunn­an­lands fram eft­ir degi og skúr­ir eða él. Á veg­um norðan- og aust­an­lands má því víða bú­ast við vetr­araðstæðum, einkum á fjall­veg­um. Hiti 0 til 7 stig, mild­ast sunn­an­til. Það dreg­ur úr ofan­komu í kvöld,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings veður­stof­unn­ar.

Hæg­ari norðlæg átt á morg­un, en strekk­ing­ur aust­ast á land­inu fram eft­ir degi. Dá­lít­il él á norðan­verðu land­inu með hita ná­lægt frost­marki, en sunn­an heiða verður bjart að mestu og hiti 3 til 8 stig yfir dag­inn, en þar eru þó lík­ur á ein­hverj­um síðdeg­is­skúr­um.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert