Stór jarðskjálfti í Þrengslunum

Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök skjálftans í Þrengslunum og aðeins …
Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök skjálftans í Þrengslunum og aðeins á 0,3 km dýpi. kort/map.is

Stór jarðskjálfti fannst nú rétt í þessu á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftinn fannst einnig á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið. 

Fyrsta mat á stærð skjálftans er 4,7,  samkvæmt athugasemdum jarðvísindamanns Veðurstofunnar. 

Skjálftinn áttu upptök sín á 0,3 km dýpi, austan við Lambafell í þrengslunum og fannst vel á Suðurlandi. Búast má við eftirskjálftavirkni í kjölfarið.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Fimm skjálftar yfir 3 að stærð mældust við Reykjanestá í gær. 

Fréttin hefur verið uppfærð

Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, en upptök hans voru í …
Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, en upptök hans voru í Þrengslunum. Kortið sýnir einnig aðra skjálfta sem hafa verið á suðvestur horni landsins síðustu tvo sólarhringa. Fjórir yfir 3 að stærð mældust í gær út af Reykjanesi. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert