Stór jarðskjálfti fannst nú rétt í þessu á höfuðborgarsvæðinu.
Skjálftinn fannst einnig á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið.
Fyrsta mat á stærð skjálftans er 4,7, samkvæmt athugasemdum jarðvísindamanns Veðurstofunnar.
Skjálftinn áttu upptök sín á 0,3 km dýpi, austan við Lambafell í þrengslunum og fannst vel á Suðurlandi. Búast má við eftirskjálftavirkni í kjölfarið.
Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Fimm skjálftar yfir 3 að stærð mældust við Reykjanestá í gær.
Fréttin hefur verið uppfærð