Strandabandalagið hafði betur

Þorgeir Pálsson, oddviti T-lista Strandabandalagsins.
Þorgeir Pálsson, oddviti T-lista Strandabandalagsins.

Talningu er lokið í Strandabyggð og féllu atkvæði þannig að T-listi Strandabandalagsins fékk 160 atkvæði og A-listi Strandabyggðar fékk 106 atkvæði. Heildaratkvæði voru 280 og ógildir og auðir seðlar voru 14. 

Strandabandalagið í Strandabyggð voru því með 57% atkvæða, en kjörsókn var 83,8%.

Þorgeir Pálsson, oddviti Strandabandalagsins, segir í samtali við mbl.is um viðbrögð hans við úrslitunum, „fyrst og fremst gríðarlegt stolt og þakklæti, og ég er bara ofboðslega ánægður með íbúa í Strandabyggð með því að taka undir með okkur að hér sé þörf á breytingum,“ og bætti við að hann væri fyrst og fremst stoltur að íbúar Strandabyggðar tæku undir kosningaáherslur  Strandabandalagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert