Meirihlutinn heldur velli í Hafnarfirði

mbl.is

Lokatölur í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði liggja fyrir þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30,7% atkvæði og fær því fjóra fulltrúa og Framsóknarflokkurinn fékk 13,7% atkvæði og fær því tvo fulltrúa. Meirihlutinn heldur því velli í Hafnarfirði.

Samfylkingin fékk 29,0% atkvæði og fær inn fjóra fulltrúa og viðreisn fékk 9,1% atkvæði og fær einn fulltrúa inn.

mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert