Skjálftar skekja Reykjanesskagann

Reykjanesskagi.
Reykjanesskagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur haldið áfram í dag og klukkan 17.38 mældist skjálfti um 4,2 að stærð samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofu Íslands. 

Skjálftahrina hófst við Eldvörp um kl. 11.30 í dag og klukkan 14.17 varð skjálfti að stærð 4,2 sem fannst á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. 

Varað við grjóthruni

Í dag hafa einnig mælst skjálftar 3,5 og 3,7 að stærð. Veðurstofa Íslands hefur varað við því að grjóthrun og skriður geti átt sér stað í hlíðum þegar skjálftar verða og er fólk beðið um að sýna aðgát á þeim svæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert