Fyrsta hvíta móðirin ekki lengur í eldflauginni

Listaverkið sem stóð við Marshallhúsið vakti mikið umtal. Stolin stytta …
Listaverkið sem stóð við Marshallhúsið vakti mikið umtal. Stolin stytta Ásmundar Sveinssonar var inn í eldflauginni. Búið er að aðskilja þær. Ljósmynd/Steinunn Gunnlaugsdóttir

Búið er að aðskilja stytturnar Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku og Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Þetta kemur fram í frétt ruv.is af málinu.

Fyrrnefnda styttan er eftir Ásmund Sveinsson en henni var í síðasta mánuði stolið af stöpli á Laug­ar­brekku á Snæ­fellsnesi. Síðar kom í ljós að styttan hefði verið tekin og komið fyrir inn í öðru listaverki, sem átti að sýna eldflaug. Það verk var eftir þær Bryn­dísi Björns­dótt­ir og Stein­unni Gunn­laugs­dótt­ir og nefnist Far­ang­urs­heim­ild. Listakonurnar tvær sögðu ástæðu þess að styttunni var komið fyrir í eldflauginni væri sú að í verki Ásmund­ar fæl­ist rasísk­ur und­ir­tónn.

Beiðni lögreglu fór fyrir tvö dómstig

Beiðni lögreglu um að aðskilja verkin tvö fór fyrir tvö dómstig. Héraðsdómur féllst ekki á beiðni lögreglunnar þar sem ekki lágu fyrir brýnir rannsóknarhagsmunir sem réttlæti að eyðileggja listaverk kvennanna tveggja. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á beiðni lögreglu. 

Stytturnar tvær voru í dag teknar til Akranes þar sem botninn á eldflauginni var tekinn af og styttan eftir Ásmund fjarlægð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert