Guðmundur Felix lyftir lóðum

Guðmundur Felix fékk nýjar hendur í byrjun síðasta árs.
Guðmundur Felix fékk nýjar hendur í byrjun síðasta árs. Ljósmynd/Aðsend

Árangur af aðgerðinni sem Guðmundur Felix Grétarsson gekkst undir í byrjun síðasta árs, þegar hann fékk grædda á sig handleggi, hefur verið langt umfram þær væntingar sem læknar höfðu í upphafi. 

Hann birti myndband af árangrinum á Instagram í morgun þar sem hann sést framkvæma hinar ýmsu aðgerðir með höndunum og handleggjunum, m.a. lyfta lóðum, kasta bolta, setja á sig grímu, þrífa á sér hárið og drekka úr glasi.

„Læknateymið bað mig um að setja saman stutt myndskeið um hvernig hlutirnir hafa þróast síðustu mánuði. Hugmyndin var til að nota á læknaráðstefnu þar sem þetta mál verður kynnt,“ segir 

Guðmundur Felix lenti í slysi í janúar 1998 þegar hann vann sem rafveituvirki sem barð til þess að hann missti báðar hendur. Í byrjun síðasta árs gekk hann undir sögulega aðgerð þar sem græddir voru á hann tveir handleggir. 

Átti að taka tvö ár að fá tilfinningu í fingurna

Talið var að taug­arn­ar myndu vaxa um einn milli­metra á dag inn í hend­urn­ar og að það tæki Guðmund heilt ár að geta hreyft oln­bog­ann. Þá var talið að það tæki um tvö ár að fá mögu­lega til­finn­ingu í fing­urna. 

Framfarirnar hafa verið langt á undan þeirri tímaáætlun en ekki leið á löngu þar til Guðmundur gat hnyklað vöðva og hreyft fingur.

Nú Rúmlega tveimur árum síðar getur hann klætt sig í föt, farið í ræktina þrifið með háþrýstidælu og borðað með skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert