Keppast um fólkið sem er á lausu

Ferðamenn á Akureyri.
Ferðamenn á Akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú er minna um fólk sem er laust í vinnu en áður og það er keppt um þá sem eru lausir. Við vitum til þess að fyrirtæki hafa verið að bjóða laun umfram taxta til að sannfæra fólk um að koma,“ segir Aron Pálsson, hótelstjóri á Hótel Kea og Sigló hóteli, um ráðningar starfsfólks fyrir sumarið.

Búist er við miklum fjölda ferðamanna hingað til lands og víða er orðið þéttbókað á gististöðum. Ýmsar hindranir eru í veginum þegar kemur að starfsmannamálum, til að mynda húsnæðisvandi, en viðmælendur Morgunblaðsins eru engu að síður bjartsýnir fyrir sumarið.

„Þetta hefur verið þungt og gengið hægt að manna en mér heyrist að flestir séu að verða búnir að klára þessi mál fyrir sumarið,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

„Við fáum starfsfólk frá Spáni, Ungverjalandi, Póllandi, Króatíu og Bretlandi auk Íslendinga,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar brugghúss í Vík í Mýrdal. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert