Tíu ára stúlka féll í Hafravatn

Hún hafði verið á kajak námskeiði en rak frá hópnum …
Hún hafði verið á kajak námskeiði en rak frá hópnum og féll útbyrðis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíu ára stúlka féll úr kajak í Hafravatn og var þar í um tuttugu mínútur áður en tókst að ná henni á land. 

Hún hafði verið á kajak námskeiði en rekið frá hópnum sökum vinds. Slökkviliðsmaður á frívakt var að sækja barnið sitt á sama námskeið og stökk hann út í vatnið til þess að ná til stúlkunnar, að sögn vakthafandi slökkviliðsmanns. 

Hún var þá komin nokkuð langt frá. Tókst að koma henni á land og hlúa að henni en hún hafði kælst nokkuð og var því flutt á bráðamótttöku barna. 

Slökkviliðið hefur ekki fengið frekari fregnir af líðan stúlkunnar, en telur þó að hún eigi eftir að ná sér og komist heim til sín í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert