Fellur metið í Hörpunni?

Fjáröflunar- og árveknisátak Krafts er hafið, þar sem vakin er athygli á stöðu ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. 

Armbönd með skilaboðunum Lífið er núna eru orðin þekkt hérlendis og ný slík armbönd verða nú sett í sölu. 

Yfirskrift átaksins í ár er: Hver perla hefur sína sögu. Er fólk hvatt til að koma saman og sýna samstöðu með því að perla armbönd. 

Hinn 22. maí mun Kraftur standa fyrir viðburði í Hörpu. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Krafti er markmiðið er að slá Íslandsmet, sem var sett fyrir fjórum árum, í perlun armbanda. Íslandsmetið mun vera 4.233 armbönd og var sett árið 2018. 

„Fólk getur komið og perlað í nokkrar mínútur og allt upp í fjórar klukkustundir, allt eftir eigin hentisemi en viðburðurinn verður milli klukkan 13:00 og 17:00.“

Upplýsingar og fróðleik er hægt að nálgast á vefsíðunni Lífið er núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert