Vöggugjafirnar kláruðust

Nýfætt barn.
Nýfætt barn. Ljósmynd/Colourbox

Verðandi og nýbökuðum foreldrum stendur til boða vöggugjöf frá Lyfju sem er unnin með Ljósmæðrafélagi Íslands. Um er að ræða pakka með pela, snuðum, ýmsum kremum og vítamínum, lekahlífum og barnatannbursta, svo eitthvað sé nefnt, að verðmæti tíu þúsund króna.

Þá fylgir einnig bæklingur með gagnlegum greinum fyrir nýbakaða foreldra.

Er þetta í þriðja skipti sem Lyfja gefur vöggugjafir sem þessa og að sögn Sigurlaugar Gissurardóttur, vefstjóra Lyfju, verða þær veglegri með hverju árinu. Þar að auki er markmiðið að gefa öllum nýburum á Íslandi svona vöggugjöf.

Gefa aftur í haust

Í byrjun vikunnar gaf Lyfja tvö þúsund vöggugjafir sem kláruðust á innan við sólarhring. Var því ákveðið að annar eins skammtur yrði gefinn í haust. Þannig mun Lyfja hafa gefið fjögur þúsund vöggugjafir í ár, en á síðasta ári fæddust rúmlega fjögur þúsund börn á Íslandi.

Foreldrar geta nálgast gjafirnar með því að panta þær á vefsíðu Lyfju og sækja svo í næstu verslun, eða þá óska eftir heimsendingu. „Það er greinilegt að foreldrar kunna vel að meta Vöggugjöfina og nú vinnur starfsfólk Lyfju hörðum höndum að því að afhenda Vöggugjöfina í verslunum Lyfju um land allt.“

Sigurlaug segir að Lyfja geri ráð fyrir einni gjöf á hvert barn en viðurkennir að fyrirtækið geti ekki fylgst með því hvort einungis nýbakaðir foreldrar séu að nýta sér þessa gjafmildi. „Við bara treystum fólkinu.“

Karólína Birgitta Kristjánsdóttir umsjónarmaður verslunar Lyfju á Smáratorgi afhendir Vöggugjöfina
Karólína Birgitta Kristjánsdóttir umsjónarmaður verslunar Lyfju á Smáratorgi afhendir Vöggugjöfina Ljósmynd/Lyfja
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert