Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur fór á íbúafundinum í Grindavík yfir gögn sem liggja fyrir í tengslum við kvikusöfnun á Reykjanesi. Hann nefnir að kvika hafi verið að safnast saman undir Fagradalsfjalli á miklu dýpi eftir goslok og hefur þenslan verið stöðug síðan þá. Hann segir að það sem er í gangi á Svartsengi núna sé einskonar framhald af því sem gerðist árið 2020.
Radargervitunglmyndir, sem mæla hreyfingar á milli tveggja tímabila, sem sýnir tímabilin frá 7. til 19. maí sýnir staðbundið sig við Sandvík. Halldór segir að af myndinni má ráða að kvikusöfnun sé um það bil 4 kílómetra niður í jörð, en hann segir að ekki sé mikil kvika í jörðinni og ef að eldgos skyldi hefjast á Reykjanesskaganum yrði það gos lítið.
Hann segir að fylgst sé vel með öllum breytingum og að ómögulegt sé að segja hvað muni gerast. „Ef að kvikunni líður vel á þessu dýpi þá verður hún þar,“ segir hann.