Fyrstu sýnilegu framkvæmdir með haustinu

Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni. Gert …
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni. Gert er ráð fyrir umferð gangandi og hjólandi og borgarlínu í miðjunni. Teikning/Alda

Reiknað er með að fyrstu sýnilegu framkvæmdirnar við borgarlínu hefjist með haustinu þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú.

„Þetta er kannski ekki stærsta verkefnið en þarna erum við að undirbúa fyrir Fossvogsbrúna,“ segir Arndís Ósk Arnalds, forstöðumaður verkefnastofu borgarlínu, um landfyllinguna.

Brúin mun tengja saman Reykjavík og Kópavog og nýtast gangandi, hjólandi umferð, strætó og borgarlínu. Framkvæmdirnar vegna landfyllingarinnar hefjast Kópavogsmegin.

Vinna við hönnun brúarinnar er að hefjast en það var verkfræðistofan Efla sem átti vinningstillöguna í hönnunarsamkeppni.

Tillaga Öldu.
Tillaga Öldu. Skjáskot/Alda

Að sögn Arndísar Óskar stendur hönnun yfir á fyrstu lotunni af sex vegna borgarlínu og er hún sú langstærsta af þeim öllum, eða um 14,5 kílómetra löng. Einnig er verið að skoða aðrar lotur samhliða þeirri fyrstu. 

Hönnunarráðgjafar vegna fyrstu lotu eru fimm talsins, bæði innlendir sem erlendir. Þeir eru eftirtaldir: Artelia frá Frakklandi, Moe og Gottlieb Paludan architects frá Danmörku, Yrki og Hnit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert