Handtekinn fyrir að bera sig í Laugardalnum

Nokkuð var um handtökur vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða …
Nokkuð var um handtökur vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöldi og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt um klukkan sex í gærkvöldi var maður handtekinn í Laugardalnum eftir að hafa berað sig. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að viðkomandi hafi verið í mjög slæmu ástandi sökum ölvunar og vímuástands og að ekki hafi verið unnt að ræða við hann á vettvangi. 

„Viðkomandi er því í haldi lögreglu og reynt verður að ræða við hann í fyrramálið ef af honum verður runnið þá. Að yfirheyrslu lokinni verður kannað hvort það þurfi að beita frekari þvingunarúrræðum vegna háttsemi mannsins,“ segir í dagbókinni. 

Nokkuð var um handtökur vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og var þjófnaður, skemmdarverk og húsbrot á könnu lögreglunnar í gærkvöldi og nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert