Land risið um 2,5 sentimetra á 12 dögum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Land hefur risið um 2,5 cm síðustu tólf daga við Þorbjörn. Talið er að landrisið und­ir Reykja­nesskaga við Þor­björn stafi að mestu leyti af kviku en ekki gasi og mögu­lega hafi kviku­streymi leitað til hliðar í átt að Svartsengi þegar eld­gos­inu í Fagra­dals­fjalli lauk í fyrra.

Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir frá InSAR mælingum í færslu á Twitter í dag. 

Þensl­an við Þorbjörn byrjaði ró­lega um síðustu mánaðamót en er hraðari núna, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um. Vís­indaráð al­manna­varna fundaði fyrr í vikunni vegna auk­inn­ar skjálfta­virkni á Reykja­nesskaga og hreyf­ing­ar sem hafa mælst á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert