Land hefur risið um 2,5 cm síðustu tólf daga við Þorbjörn. Talið er að landrisið undir Reykjanesskaga við Þorbjörn stafi að mestu leyti af kviku en ekki gasi og mögulega hafi kvikustreymi leitað til hliðar í átt að Svartsengi þegar eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk í fyrra.
Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir frá InSAR mælingum í færslu á Twitter í dag.
Þenslan við Þorbjörn byrjaði rólega um síðustu mánaðamót en er hraðari núna, að því er kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Vísindaráð almannavarna fundaði fyrr í vikunni vegna aukinnar skjálftavirkni á Reykjanesskaga og hreyfingar sem hafa mælst á svæðinu.
Latest InSAR processing shows uplift of 2.5 cm during the last 12 days centered at Mt. Thorbjorn.
— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) May 19, 2022
Fig.: Vincent Drouin@Vedurstofan #volcanomonitoring pic.twitter.com/PV3zQ7jrsZ