Maðurinn sem beraði sig kominn í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna …
Maður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn í gær, ásakaður um að bera sig fyrir framan börn. mbl.is/Eggert

Maðurinn sem handtekinn var í gær fyrir að bera sig hefur verið úrskurðaður af Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra vikna gæsluvarðhald, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær eftir að tilkynning barst um mann sem þar væri að bera sig fyrir framan börn.

„Viðkomandi hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna blygðunarsemisbrota gagnvart börnum og fullorðnum á sama svæði síðustu vikur og mánuði,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Í tilkynningunni kemur fram að maðurinn unir úrskurðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert