Ekki lengur Guðlaug Sóley þegar hún stígur á svið

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:57
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:57
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Tón­list­ar­kon­an Guðlaug Sól­ey Hösk­ulds­dótt­ir, sem þekkt er und­ir lista­manns­nafn­inu Gugus­ar, þorði ekki að syngja fyr­ir fram­an sína eig­in móður fyr­ir aðeins þrem­ur árum síðan. Hún varð fyr­ir gagn­rýni í grunn­skóla fyr­ir sköp­un sína og var lítt hrif­in af regl­um um beint bak og fingra­setn­ingu í pí­anó­tím­um sem hún gaf upp á bát­inn eft­ir fjór­ar til­raun­ir. Nú er hún ein­ung­is 18 ára göm­ul og hef­ur þrátt fyr­ir það spilað á mörg­um af helstu tón­list­ar­hátíðum lands­ins, samið lag sem var notað í þáttaröð á Net­flix og er í þann mund að gefa út aðra plötu.

Guðlaug Sól­ey er viðmæl­andi Ragn­hild­ar Þrast­ar­dótt­ur í nýj­asta þætti Dag­mála. Þar fer hún yfir þetta ótrú­lega ferðalag. Þátt­ur­inn er aðgengi­leg­ur áskrif­end­um í fullri lengd hér.

Fer­ill Guðlaug­ar, sem skap­ar raf­tónlist og syng­ur, fór al­menni­lega af stað eft­ir að hún var val­in raf­heili Mús­íktilrauna árið 2019, þá 15 ára göm­ul. Fyr­ir þann tíma hafði hún varla sungið fyr­ir fram­an annað fólk.

Söng fyr­ir móður sína inn­an úr fata­skáp

„Mamma var búin að vera að segja: „Ókei Guðlaug, ef þú ætl­ar að syngja þarna verður þú að þora að syngja fyr­ir fram­an mig,“ seg­ir Guðlaug sem brá á það ráð að fara inn í fata­skáp og syngja þar á meðan mamma henn­ar stóð fyr­ir fram­an hann.

En hún þurfti eng­an skáp í Mús­íktilraun­um því á sviðinu fann Guðlaug karakt­er­inn sem hún not­ar núna alltaf þegar hún fer á svið: Gugus­ar.

„Rétt áður en ég fer á svið finnst mér ég, Guðlaug Sól­ey, ekki leng­ur vera Guðlaug Sól­ey,“ seg­ir Guðlaug. „Ég verð að gera það. Mér finnst óþægi­legt að vera Guðlaug Sól­ey, geðveikt feim­in á sviðinu og standa kyrr.“

Viðtal við Guðlaugu Sól­ey Hösk­ulds­dótt­ur í fullri lengd

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert