Fjör á Bjórveldishátíð í kvöld

Bjór er í aðalhlutverki á Bjórveldishátíð sem stendur yfir helgina …
Bjór er í aðalhlutverki á Bjórveldishátíð sem stendur yfir helgina á Kex hosteli. mbl.is/Árni Sæberg

Bjór­veld­is­hátíðin er hald­in í annað sinn núna um helgina. Hátíðin er hald­in í tengsl­um við ný­sköp­un­ar­viku og eins og í fyrra geta gest­ir smakkað á ótalmörgum bjór­teg­und­um frá öll­um helstu smá­brugg­hús­um lands­ins.

„Áhersl­an er ein­göngu á ís­lensk­an hand­verks­bjór og við kynn­um litlu brugg­hús­in. Það pass­ar vel við ný­sköp­un­ar­geir­ann í heild sinni en ég kem þaðan sjálf­ur,“ sagði Þórgnýr Thorodd­sen, skipuleggjandi Bjórveldishátíðarinnar í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu.

Þórgnýr Thoroddsen, einn eig­enda Bjór­lands og skipu­leggj­andi Bjór­veld­is­hátíðar­inn­ar á Kex …
Þórgnýr Thoroddsen, einn eig­enda Bjór­lands og skipu­leggj­andi Bjór­veld­is­hátíðar­inn­ar á Kex hosteli, dælir bjór fyrir þyrsta gesti hátíðarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert