Bjórveldishátíðin er haldin í annað sinn núna um helgina. Hátíðin er haldin í tengslum við nýsköpunarviku og eins og í fyrra geta gestir smakkað á ótalmörgum bjórtegundum frá öllum helstu smábrugghúsum landsins.
„Áherslan er eingöngu á íslenskan handverksbjór og við kynnum litlu brugghúsin. Það passar vel við nýsköpunargeirann í heild sinni en ég kem þaðan sjálfur,“ sagði Þórgnýr Thoroddsen, skipuleggjandi Bjórveldishátíðarinnar í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu.