Icelandair er að fara yfir spurningar Persónuverndar varðandi jafningjamat fyrirtækisins sem það tók upp í síðustu viku.
Félagið mun svara fyrirspurn Persónuverndar á næstu vikum og tekur fram að smáforritið sem heldur utan um matið hafi verið þróað með persónuverndarlöggjöf til hliðsjónar.
Þetta kemur fram í skriflegu svari flugfélagsins við fyrirspurn mbl.is.
Persónuvernd hóf í gær, 19. maí, frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga um flugfreyjur og þjóna Icelandair eftir að, eins og var nefnt hér fyrir ofan, fyrirtækið tók upp nýtt snjallforrit sem gerir áhöfninni kleift að gera jafningjamat á vinnufélögum sínum í starfi, í gegnum smáforrit.
Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er um að ræða valfrjálst jafningamat, endurgjöfin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir starfsfólki sjálft en verður til hliðsjónar í almennu frammistöðumati.
Smáforritið sé í þróun í góðu samstarfi við starfsfólk og hefur þegar tekið breytingum. Ekki er talin ástæða fyrir því að hætta notkun smáforritsins á meðan á athuguninni stendur.