Áður óbirt ljóð eftir Davíð Stefánsson komin fram

Davíð Stefánsson.
Davíð Stefánsson.

Áður óbirt ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er talið hafa komið í leitirnar. Hugsanlegt er talið að skáldið hafi samið ljóðið áður en fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út árið 1919.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Rætt er við Harald Þór Egilsson, safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri. Hann hefur borið ljóið undir sérfræðinga í höfundarferli Davíðs og telur varla efa leika á að Davíð haldi á penna.

„Það er byrj­end­a­brag­ur á kvæð­in­u, en ang­ur­værð­in er í anda Dav­íðs, seg­ir mér fróð­ar­a fólk,“ seg­ir Haraldur Þór.

Fyrst­a er­ind­ið er á þess­a vegu:

Ein lít­il saga lif­ir í huga mér
mig lang­ar til að segj­a hana þér,
hver get­ur hugg­að harm­i þrungn­a sál
því eru von­ir stund­um svik og tál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert