Flóaskóli sigraði í Skólahreysti með 61,5 stig en úrslit keppninnar fór fram í kvöld í Mýrinni í Garðabæ.
Í öðru sæti varð Hraunvallaskóli með 58 stig og í þriðja sæti varð Holtaskóli með 54,5 stig.
Í liði Flóaskóla voru þau Þórunn Ólafsdóttir sem keppti í armbeygjum og hreystigreip, Auðunn Ingi Davíðsson sem keppti í upphífingum og dýfum, Hanna Dóra Höskuldsdóttir og Viðar Hrafn Victorsson kepptu síðan í hraðaþraut.
Varamenn liðsins voru Oddur Olav Davíðsson og Jóhanna Pálmadóttir.
Sjö undanriðlar fóru fram í keppninni í ár en tólf lið kepptu til úrslita.