Gríðarlega löng bílaröð hefur myndast í Kórahverfinu í Kópavogi vegna stórtónleika ítalski tenórsöngvarans Andrea Bocelli sem eru í Kórnum í kvöld.
Ökumaður sagði í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan hálf átta að bílaröðin sniglist áfram en tónleikarnir hefjast klukkan átta.
Ásamt Bocelli kemur fram 70 manna sinfóníuhljómsveit SinfoniaNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstakir gestir.
Á vef tix.is segir að um sé ræða „stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi“.