Fékk tíu í öllum áföngum

Elín Anna Óladóttir brautskráðist úr Framhaldsskólanum á Húsavík í gær.
Elín Anna Óladóttir brautskráðist úr Framhaldsskólanum á Húsavík í gær. Ljósmynd/Aðsend

Elín Anna Óla­dótt­ir út­skrifaðist með 10 í meðal­ein­kunn úr Fram­halds­skól­an­um á Húsa­vík í gær og varð því dúx með hæstu meðal­ein­kunn í sögu skól­ans. 

Innt að því hvort hún hafi bú­ist við því að dúxa seg­ir Elín í sam­tali við mbl.is að henni hafi ekki fund­ist það sjálfsagt.

„Ég var svo sem ekki búin að pæla mikið í því. Ég vissi að námið hafði gengið vel, en það var fullt af öðrum krökk­um sem höfðu staðið sig vel líka.“

Elín var á nátt­úru­vís­inda­braut og seg­ist stefna á eitt­hvað tengt raun­grein­um í framtíðinni en að margt komi til greina. 

„Ég ætla út til Dan­merk­ur núna í haust og fara í lýðhá­skóla á arki­tekt­úrs­braut. Síðan er ég er ekki al­veg búin að ákveða hvað ég ætla að læra í há­skól­an­um, það er svo margt í boði. Ég ætla að taka mér þetta ár til að hugsa mig um.“

Elín stefnir að því að læra eitthvað tengt raungreinum í …
Elín stefn­ir að því að læra eitt­hvað tengt raun­grein­um í framtíðinni. Ljós­mynd/​Aðsend

Sátt ef hún ger­ir sitt besta

Elín fékk tíu í öll­um áföng­um sem hún tók á þriggja ára skóla­göngu sinni. Hún seg­ir að FSH sé frá­bær skóli. „Kenn­ar­arn­ir eru frá­bær­ir og þjón­ust­an per­sónu­leg þar sem nem­end­urn­ir eru ekki mjög marg­ir.“

Hver er lyk­ill­inn að vel­gengni þinni í nám­inu?

„Nám hef­ur alltaf legið til­tölu­lega vel fyr­ir mér og mér finnst gam­an að læra nýja hluti, en ég líka hef alltaf lagt mig fram og gert mitt allra besta. Ef ég veit að ég hef gert mitt besta, þá er ég sátt,“ seg­ir Elín að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka