Tveir stórir skjálftar við Grindavík

Skjálftarnir urðu um 2,5 kílómetra norðvestur af Grindavík.
Skjálftarnir urðu um 2,5 kílómetra norðvestur af Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu fyrir utan Grindavík rétt í þessu. 

Sá fyrri varð klukkan sjö mínútur í tíu og var 3,5 að stærð. Fjórum mínútum síðar mældist annar sem var 3,6 að stærð.

Báðir mældust á um 4,5 kílómetra dýpi norðvestur af Grindavík.

Á vef Veðurstofunnar segir að tilkynningar hafa borist um að þeir hafi fundist í byggð. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt. 

„Við viljum benda á það að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað og fólk beðið um að sýna aðgát á þeim svæðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert