Efling ekki skilað sinni kröfugerð

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðsfélögin áhyggjufull vegna matarverðs, hækkandi …
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðsfélögin áhyggjufull vegna matarverðs, hækkandi vaxta og aðstæðna á leigumarkaði. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins settust niður á Kjaramálaráðstefnu í Hveragerði  í dag og funduðu um sameiginlega kröfugerð Starfsgreinasambandsins fyrir komandi kjaraviðræður. Verður kröfugerðin væntanlega mótuð þann 9. júní.

„Það hefur komið fram í máli formanna að upptakturinn í lífskjarasamningnum frá 2019 hafi skilað sér vel til þeirra sem eru á lökustu kjörunum. Það er vegvísir sem við munum væntanlega horfa á,“ segir hann.

Flestir gengið frá sínum málum

Flestir hafa gengið frá sinni kröfugerð en Efling á enn eftir að skila inn sínum kröfum. Félagið hafi þurft meiri tíma en aðrir en treystir Vilhjálmur því að kröfurnar berist fljótlega. 

„Auðvitað hafa formenn aðildarfélaganna áhyggjur af stöðunni, hækkandi vöxtum, matarverði og stöðu leigjenda. Staðan hefur breyst töluvert síðan félögin voru að móta sínar kröfugerðir,“ segir hann. 

Ráðstefnunni lýkur á morgun og telur Vilhjálmur að þá muni aðildarfélögin hafa í það minnsta drög að kröfugerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert