Perla Ösp ráðin framkvæmdastjóri Eflingar

Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar.
Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Ljósmynd/Landsbankinn

Perla Ösp Ásgeirs­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu. Perla starfaði í 11 ár sem fram­kvæmda­stjóri áhættu­stýr­ing­ar hjá Lands­bank­an­um. Hún lét af störf­um hjá Lands­bank­an­um í maí í fyrra. Þar áður starfaði hún sem grein­andi hjá Seðlabank­an­um og starfsmaður fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is sem rann­sakaði or­sak­ir fjár­mála­hruns­ins 2008.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni, sem Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, send­ir að stjórn fé­lags­ins hafi samþykkt ráðning­una. Perla er með B.Sc.-gráðu í viðskipta­fræði og M.Sc.-gráðu í fjár­mál­um frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Perla mun hefja störf um mánaðamót­in, en fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að veiga­mik­il verk­efni bíði henn­ar. Meðal ann­ars stefnu­mót­un og eft­ir­fylgni í tengsl­um við skipu­lags­breyt­ing­ar sem Efl­ing hóf í apríl síðastliðnum.

 „Ég lýsi mik­illi ánægju með þessa ráðningu. Við leituðum að fram­kvæmda­stjóra sem get­ur ábyrgst góða stjórn­ar­hætti, leitt vandaða áætl­un­ar­gerð um rekst­ur­inn og átt gott sam­starf við stjórn og starfs­menn. Það er ljóst að Perla Ösp hef­ur af­burðafærni og reynslu í þess­um atriðum,“ er haft eft­ir Sól­veigu í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert