Skjálfti af stærð 3,5 við Grindavík

Grindvíkingar hafa þurft að sitja á skjálfandi jörð undanfarið.
Grindvíkingar hafa þurft að sitja á skjálfandi jörð undanfarið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti af stærð 3,5 varð skammt frá fjallinu Þorbirni við Grindavík klukkan korter yfir sjö í morgun. Hann varð á 5,8 kílómetra dýpi. Skjálftans varð vart á Reykjanesskaganum og á höfuðborgarsvæðinu.

Tveir stórir skjálftar riðu yfir á Reykjanesskaga í gær, annar jafn stór þeim í morgun. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur dregið úr skjálftavirkni en á síðastliðnum sólarhring hafa 400 skjálftar mælst. 500 mældust á laugardag og 900 á föstudag. 400 skjálftar teljast þó ekki fáir skjálftar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka