Aðeins dregið úr skjálftahrinunni

Færri skjálftar yfir þremur að stærð hafa verið að mælast …
Færri skjálftar yfir þremur að stærð hafa verið að mælast við Þorbjörn og Svartsengi. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðeins hefur dregið úr skjálftahrinunni við Svartsengi og Þorbjörn á Reykjanesskaga síðastliðna daga ef borið er saman við virkni vikunnar á undan en nokkuð hefur dregið úr tíðni stærri skjálfta, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Síðasta sólarhring mældist einn skjálfti yfir þremur að stærð. Smáskjálftavirkni er samt enn talsverð við Svartsengi og Þorbjörn, og víðar á Reykjanesskaganum, en 310 skjálftar mældust þar í gær og um 400 á sunnudaginn. Þá mældust 164 skjálftar á svæðinu á laugardaginn og 522 á föstudag. 

Ólíklegt er þó að skjálftahrinan sé að verða búin í bili þar sem þenslan á svæðinu er áfram yfirstandandi, að sögn Einars. Það koma þó dagar inn á milli þar sem skjálftavirkni er talsvert minni, sbr. laugardag, en sömuleiðis dagar þar sem virknin er talsvert meiri. Veðurstofan mun áfram fylgjast með gangi mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert