Alhvítur hrossagaukur undirbýr varp á Norðurlandi

Hrossagaukshjónin voru í óðaönn að undirbúa varp og tekst vonandi …
Hrossagaukshjónin voru í óðaönn að undirbúa varp og tekst vonandi að koma ungum á legg. mbl.is/Sigurður Ægisson

„Sjaldséðir eru hvítir hrafnar,“ segir máltækið. Hið sama á raunar við um aðrar fuglategundir líka, eins og til dæmis þennan alhvíta hrossagauk, sem paraður er eðlilega litum fugli, brúndröfnóttum á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í fyrradag á ónefnum stað á Norðurlandi. Svona litarafbrigði kemur til vegna þess að fuglinn er ekki fær um að mynda litarefnið melanín.

Íslenski hrossagaukurinn er að mestu leyti farfugl og er að koma til landsins um mánaðamótin mars/apríl. Kjörlendið er margs konar votlendi en einnig grasi vaxnar heiðar, kjarrlendi og rjóður birkiskóga. Útungun tekur 18–20 daga og sér kvenfuglinn einn um áleguna. Ungarnir eru hreiðurfælnir en þó áfram mataðir næstu tvær vikurnar. Oftast skipta foreldrin þeim svo með sér tveimur og tveimur, og fara hvort sína leið. Ungarnir verða fleygir 19–20 daga gamlir og kynþroska 1–2 ára. Í september og október er svo haldið af landi brott. Endurheimtur hrossagauka, sem merktir voru hér, benda til að megnið af íslensku fuglunum dvelji á Írlandi á veturna. Árlega hafa þó nokkrir fuglar hér vetursetu, einkum við skurði, kaldavermsl, volgrur og annars staðar þar sem einhver ætisvon er.

Lengri umfjöllun um málið má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka