Brotthvarf 18 til 24 ára úr námi og starfsþjálfun á seinasta ári var 14,4% á Íslandi af heildarfjölda fólks á þessum aldri samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Er hlutfallið hér á landi það annað hæsta í samanburði á 30 Evrópulöndum.
Dregið hefur jafnt og þétt úr brottfalli úr námi meðal flestra Evrópuþjóða, þ.ám. hér á landi en hlutfall brotthvarfs úr námi var 22,6% á Íslandi árið 2010.