Hópur vísindamanna frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir í næsta mánuði rannsóknir á Apavatni í Grímsnesi. Innstreymi heits vatns þar vekur athygli þeirra og áhuga á að vita meira, til samanburðar við Mars.
Sá fjarlægi hnöttur er í deiglu margvíslegra geimrannsókna en í slíkum málum þarf jarðneskan samanburð. Þar þykir Ísland henta vel, jarðmyndanir hér og aðstæður. Sýnatökur og mælingar fóru þess vegna fram í fyrra við Sandvatn á Biskupstungnaafrétti og nú er haldið áfram.