Fyrsti fundur mögulegs meirihluta hafinn

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson, …
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Í baksýn sjást þær Heiða Björg Pálmadóttir frá Samfylkingunni og Alexandra Briem frá Pírötum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti formlegi fundur um meirihlutasamstarf í Reykjavík hófst nú í hádeginu. Á fundinum ætla fulltrúar flokkanna að ræða viðræðuáætlun fyrir komandi daga. 

„Við erum að funda núna í hádeginu og aðeins fram eftir degi,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, um stöðuna. 

„Þetta snýst um viðræðuáætlunina og það hvernig við ætlum að haga næstu dögum.“

Aðspurður segir Einar ekki skýrt hvaða málefni verði í forgangi í viðræðum flokkanna en það eru Samfylking, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkur sem nú ræða mögulegt meirihlutasamstarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert