TF-LIF verður brátt sett á sölu

TF-LIF að störfum.
TF-LIF að störfum. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, stendur nú spaðalaus við flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Þessi farsæla þyrla til áratuga hefur lokið hlutverki sínu sem björgunartæki Íslendinga og verður brátt sett á sölu.

Leiguþyrlurnar, sem komu til landsins á árunum 2019-2021 af gerðinni Airbus Super Puma H225, tóku við af eldri gerð þyrlna Landhelgisgæslunnar, upplýsir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi.

TF-LIF hefur ekki verið í rekstri Gæslunnar frá árinu 2020.

Þyrlan var smíðuð árið 1986 og var keypt til landsins árið 1995. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að gera þyrluna tilbúna fyrir sölu. Á næstu dögum er gert ráð fyrir að TF-LIF verði flutt með flutningabíl frá Reykjavíkurflugvelli í geymslu í flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Þar verður þyrlan geymd þar til hún verður seld. Ríkiskaup koma til með að annast söluferlið, segir Ásgeir.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert