Tjónið hleypur á tugum milljóna

Miklar skemmdir urðu á lögreglubílum, þar á meðal sérútbúnum bíl sérsveitar ríkislögreglustjóra, þegar lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför sl. föstudag eftir að hann virti að vettugi stöðvunarmerki hennar.

„Enn er verið að meta tjónið á ökutækjunum, en það er ljóst að það hleypur á tugum milljóna,“ segir Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið.

Bílar í eigu lögreglunnar eru með lögboðnar ábyrgðartryggingar en eru ekki kaskótryggðir samkvæmt stefnu íslenska ríkisins. Að sögn Helga er nú verið að skoða hvort gera eigi kröfu í lögboðna ábyrgðartryggingu bíls ökumannsins, sem veitt var eftirför, vegna tjóns á lögreglubílunum.

Maðurinn var stöðvaður á föstudagsmorgun í tengslum við umfangsmikið fíkefnamál þar sem alls tíu voru handteknir og fimm þeirra voru í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lagt var hald á um 40 kíló af maríjúana og leitað á allmörgum stöðum, bæði í húsum og bílum. Eru mennirnir grunaðir um framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert