„Nokkuð í land“

Viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar vegna borgarstjórnarmeirihluta. Þórdís Lóa …
Viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar vegna borgarstjórnarmeirihluta. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, orddviti og borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, segist eiga von á að viðræður muni taka tíu daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti og borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, telur að meirihlutaviðræður milli Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar muni taka um það bil tíu daga.  

„Það er nú nokkuð í land, við erum bara rétt að byrja. Við áttum ágætis fund í gær og stuttan fund í fyrradag, þannig að við erum bara að byrja þetta samtal. Ég á alveg von á því að þetta taki einhverja tíu daga, en það er líka bara gisk. Það þarf  náttúrulega bara að þræða sig í gegnum þetta, það er mjög mikilvægt, og við erum bara í því ferli og það hefur gengið mjög vel,“ segir hún

Bjartsýn og andinn góður

„Andinn er bara mjög góður, og stefnur flokkanna líkar í mörgum meginmálum sem nú kannski ástæðan fyrir því að við erum í þessum viðræðum, þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir hún þegar hún var spurð hvernig viðræðunum miðaði áfram. Hún telur hins vegar ekki tímabært að segja til um hvernig þær muni fara.

Þórdís segir að það sé ákveðinn málefnalegur þéttleiki sem einkennir stefnur flokkanna sem snúa að grundvallaratriðum í borginni. Hún nefnir t.a.m. samgöngusáttmálann, skipulags-, húsnæðis- og skóla- og velferðarmál. „Þannig að það er svona samhljómur, þannig að það gengur bara ágætlega,“ segir hún.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti og borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti og borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert