Sýknaðir af kröfum umboðsskrifstofu Slayer

Secret Solstice tónlistarhátíðin hefur dregið töluverðan dylk á eftir sér.
Secret Solstice tónlistarhátíðin hefur dregið töluverðan dylk á eftir sér. Árni Sæberg

Lands­rétt­ur sneri í dag dómi héraðsdóms í máli umboðss­fyr­ir­tæk­is­is hljóm­sveit­ar­inn­ar Slayer gegn tón­leika­höld­ur­um Secret Solstice. 

Í héraðsdómi var Live events ehf., L Events ehf., Lif­andi viðburðir ehf. og Guðmundi Hreiðars­syni Vi­borg, gert að greiða K2 Agency Lim­ited rúm­lega 133 þúsund Banda­ríkja­dali ásamt drátt­ar­vöxt­um.

Í Lands­rétti voru fé­lög­in og Guðmund­ur, stjórn­ar­formaður Live Events, sýknaður af skaðabóta­kröfu umboðss­fyr­ir­tæk­is­is­ins K2 Agency Lim­ited. 

Frá tónleikum Slayer á Secret Solstice árið 2018.
Frá tón­leik­um Slayer á Secret Solstice árið 2018. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Yf­ir­lýs­ing um greiðslu launa

Umboðss­fyr­ir­tækið hafði áður höfðað mál á hend­ur Solstice Producti­ons, fé­lag­inu sem hélt hátíðina, og fyr­ir­svars­manni þess, Friðriki Ólafs­syni, til heimtu kröf­unn­ar. 

Solstice Producti­ons var svo úr­sk­urðað gjaldþrota, án þess að kraf­an feng­ist greidd. Friðrik Ólafs­son var þó gerður ábyrg­ur fyr­ir greiðslu skuld­ar­inn­ar. 

Umboðsskif­stof­an taldi Live Events ehf. greiðslu­skylt gagn­vart sér á grund­velli ábyrgðar­yf­ir­lýs­ing­ar fram­kvæmda­stjóra þess Vík­ings Heiðars Arn­órs­son­ar, í fjöl­miðlum um að hann myndi tryggja að all­ir tón­list­ar­menn hátíðar­inn­ar áður skyldu fá sín laun greidd, um­rædd yf­ir­lýs­ing birt­ist í fjöl­miðlum, meðal ann­ars á mbl.is. 

Ekki tíma­bært að krefjast efnda

Gagn­vart L Events ehf., Lif­andi viðburðum ehf. og Guðmundi Heiðars­syni Vi­borg, byggði kraf­an á því að verðmæt­um hafi verið ráðstafað frá Solstice Producti­ons, með sak­næm­um og ólög­mæt­um hætti, áður en það fé­lag var tekið til gjaldþrota­skipta. 

Lands­rétt­ur féllst ekki á að Vík­ing­ur hefði gefið út skuld­bing­andi lof­orð, enda væri um að ræða um­mæli sem höfð voru eft­ir hon­um í fjöl­miðlum og í þeim hafi fal­ist al­menn yf­ir­lýs­ing, ekki ótví­rætt lof­orð.  

Varðandi seinni kröf­una vísaði Lands­rétt­ur til þess að K2 Agency Lim­ited hefði fengið lög­geymslu í íbúð í eigu Friðriks Ólafs­son­ar til trygg­ing­ar kröf­unni og kraf­ist nauðung­ar­sölu á íbúðinni til fulln­ustu henn­ar.

Því væri ekki full­reynt hvort fjár­kraf­an feng­ist greidd úr hendi Friðriks, og ekki tíma­bært að krefja efnda úr hendi annarra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka