Landsréttur sneri í dag dómi héraðsdóms í máli umboðssfyrirtækisis hljómsveitarinnar Slayer gegn tónleikahöldurum Secret Solstice.
Í héraðsdómi var Live events ehf., L Events ehf., Lifandi viðburðir ehf. og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, gert að greiða K2 Agency Limited rúmlega 133 þúsund Bandaríkjadali ásamt dráttarvöxtum.
Í Landsrétti voru félögin og Guðmundur, stjórnarformaður Live Events, sýknaður af skaðabótakröfu umboðssfyrirtækisisins K2 Agency Limited.
Umboðssfyrirtækið hafði áður höfðað mál á hendur Solstice Productions, félaginu sem hélt hátíðina, og fyrirsvarsmanni þess, Friðriki Ólafssyni, til heimtu kröfunnar.
Solstice Productions var svo úrskurðað gjaldþrota, án þess að krafan fengist greidd. Friðrik Ólafsson var þó gerður ábyrgur fyrir greiðslu skuldarinnar.
Umboðsskifstofan taldi Live Events ehf. greiðsluskylt gagnvart sér á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar framkvæmdastjóra þess Víkings Heiðars Arnórssonar, í fjölmiðlum um að hann myndi tryggja að allir tónlistarmenn hátíðarinnar áður skyldu fá sín laun greidd, umrædd yfirlýsing birtist í fjölmiðlum, meðal annars á mbl.is.
Gagnvart L Events ehf., Lifandi viðburðum ehf. og Guðmundi Heiðarssyni Viborg, byggði krafan á því að verðmætum hafi verið ráðstafað frá Solstice Productions, með saknæmum og ólögmætum hætti, áður en það félag var tekið til gjaldþrotaskipta.
Landsréttur féllst ekki á að Víkingur hefði gefið út skuldbingandi loforð, enda væri um að ræða ummæli sem höfð voru eftir honum í fjölmiðlum og í þeim hafi falist almenn yfirlýsing, ekki ótvírætt loforð.
Varðandi seinni kröfuna vísaði Landsréttur til þess að K2 Agency Limited hefði fengið löggeymslu í íbúð í eigu Friðriks Ólafssonar til tryggingar kröfunni og krafist nauðungarsölu á íbúðinni til fullnustu hennar.
Því væri ekki fullreynt hvort fjárkrafan fengist greidd úr hendi Friðriks, og ekki tímabært að krefja efnda úr hendi annarra.