Mörg fyrirtæki horfa til Hólmsheiðar

Frá fangelsinu á Hólmsheiði.
Frá fangelsinu á Hólmsheiði. mbl.is/Hari

Fulltrúar gagnavera hafa sýnt lóðum á Hólmsheiðinni áhuga, sem vegna nálægðar við spennistöðina á Geithálsi skapar mikið orkuöryggi.

Fyrirhugað er að vegagerð hefjist á Hólmsheiði á næsta ári en mörg önnur fyrirtæki hafa jafnframt sýnt því áhuga að hefja starfsemi á svæðinu, fyrrnefnd gagnaver, framleiðslufyrirtæki, fyrirtæki sem þjónusta byggingaraðila, fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sjá tækifæri í nálægð við Suðurland og þannig má áfram telja. Fyrsti áfanginn í uppbyggingu svæðisins verður 50 hektarar og gætu byggst upp um 200 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði.

Athafnasvæðið mun sjást frá Suðurlandsvegi þegar ekið er úr austurátt.

Framboð atvinnulóða er takmarkað í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og því þörf á að þróa fleiri svæði fyrir fyrirtæki innan landsvæðis Reykjavíkur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka