Alls voru 138 brautskráðir úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í gær, þar af 62 með stúdentspróf, 17 af húsasmiðabraut, 22 af rafvirkjabraut, 12 af snyrtibraut, 31 af sjúkraliðabraut og 9 af starfsbraut.
Verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi hlaut Elísa Nína Luengas Resgonia en hún útskrifaðist af félagsvísindabraut. Hún fékk einnig verðlaun fyrir bestan árangur í ensku, sálfræði og félagsgreinum sem og viðurkenningu frá Soropimistaklúbbi Hóla og Fella.
Erna Dagbjört Jónsdóttir, sem útskrifaðist af opinni braut, hlaut viðurkenningu úr styrktarsjóði Kristínar Arnalds og Rakel Jóna Ásbjörnsdóttir, sem útskrifaðist af myndlistabraut, hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Breiðholts fyrir félagsstörf.