Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Minna landris síðustu daga við Þorbjörn og Svartsengi gefur ekki til kynna að jarðhræringum á svæðinu sé lokið. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.
„Það er ekki hægt að draga of miklar ályktanir, þetta er ekki samfellt ferli. Við vitum eftir á hvenær þetta hættir. En það er staðreynd að það hefur verið minni virkni síðustu daga og hægir á landrisinu,“ segir Magnús.
Enn mælast skjálftar á svæðinu – ellefu yfir tveimur stigum síðustu tvo daga en sá stærsti var 4,4 stig, á laugardagsmorgunn.
„Þetta er ekki búið. Það er alltof snemmt að segja til um það hvort þetta sé smá hlé eða búið,“ segir Magnús. Tíminn leiðir í ljós hvernig virknin verður á svæðinu næstu daga.