Hátt í þriggja ára bið eftir ADHD-greiningu

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Unnur Karen

1.187 eru á biðlista eftir því að fá greiningu hjá nýju ADHD-geðheilsuteymi fullorðinna sem staðsett er hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn frá Ernu Bjarnadóttur, varaþingmanni Miðflokksins. 

Á biðlistanum eru nú 1.187 einstaklingar í bið eftir fullu greiningarferli eins og það er orðað. Stutt sé síðan teymið hóf starfsemi sína, þannig að komin var uppsöfnuð þörf fyrir þjónustuna, segir einnig í svarinu. Biðtíminn eftir greiningu hjá teyminu er núna tvö ár og átta mánuðir.

„Miðað við núverandi mönnun geðheilsuteymisins getur teymið lokið við fullt greiningarferli hjá allt að 30 einstaklingum á mánuði. Miðað við stöðuna eins og hún er núna er ekki hægt að segja til um með fullri vissu hversu langan tíma tekur að vinna upp biðlistann,“ segir einnig í svari ráðherra. 

Auk þess kemur fram að ásættanlegur biðtími samkvæmt viðmiðunarmörkum hjá embætti landlæknis sé 30 dagar varðandi skoðun hjá sérfræðingi og frá greiningu vanda er miðað við að ekki þurfi að bíða lengur en 90 daga eftir aðgerð eða meðferð hjá sérfræðingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert