Þriðjudagurinn 31. maí mun marka ákveðin tímamót í sögu Noregs og Íslands, en þá verður síðasta síldartunnan afhent Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði. Á sunnudag fór fram mótttaka í norska sendiráðinu á Fjólugötu, þar sem meðal annars utanríkisráðherra ávarpaði gesti. Viðstaddur var einnig Petter Jonny Rivedal, sem bjargaði tunnunni þegar hana rak á land nærri heimkynnum hans við Hrífudal í Noregi. Hefur Petter Jonny varðveitt tunnuna í kjallara sínum í nær 40 ár.
Viðstaddur móttökuna var einnig Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, en það var Björn sem komst að staðsetningu tunnunnar hjá Petter Jonny þegar hann heimsótti Hrífudal í því skyni að skoða styttu Ingólfs Arnarsonar. Petter Jonny hefur, auk þess að varðveita síðustu síldartunnuna, árum saman haft umsjón með styttunni af Ingólfi og umhverfi hennar og flaggað fánum bæði Íslands og Noregs á hátíðisdögum.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.