Fór með manninn heim

Sigurður Petersen nýtti tímann vel og skar út.
Sigurður Petersen nýtti tímann vel og skar út. mbl.is/Ingó

Útskurður Sigurðar Petersens var áberandi á vorsýningu Félags áhugamanna um tréskurð, FÁT, í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Reykjavík á dögunum. „Ég dreifði úr litlu fígúrunum mínum en flestir hinir voru með stærri verk, lágmyndir og annað slíkt,“ segir hann.

FÁT var stofnað 1996 og eru félagsmenn um 100, að sögn Víðis Árnasonar formanns frá 2016. Félagið gefur út fréttablaðið Brýnið fjórum sinnum á ári, félagsmenn fara í vettvangsferðir mánaðarlega á skólaárinu og vorsýning er árlega. Að þessu sinni sýndu 12 félagsmenn verk sín, en flestir vinna hver í sínu horni og hittast svo á viðburðum félagsins sem og á námskeiðum.

Félag fyrir alla

Allt áhugafólk um tréskurð getur gengið í félagið. Sigurður var lengst af sjómaður, byrjaði sem unglingur en hætti um aldamótin eftir að hafa verið um 40 ár til sjós og fór þá að starfa í landi. Samfara því vann hann að því að finna sér áhugamál við hæfi. „Ég byrjaði að fikta við útskurð 2007, fór á nokkur vetrarnámskeið hjá útskurðarmeistara til að læra aðallega að halda á verkfærunum. Síðan hefur þetta smáaukist en auk þess að vera í Félagi áhugamanna um tréskurð er ég einnig í Félagi trérennismiða. Reyndar geri ég lítið af því að renna en á rennibekk og sting einstaka sinnum spýtu í hann.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert