Skiptast á embættum í Árborg

Fjóla Kristinsdóttir og Bragi Bjarnason.
Fjóla Kristinsdóttir og Bragi Bjarnason. mbl.is/Sigurður Bogi

Embætti formanns bæjarráðs Árborgar verður gert gildismeira við stjórn sveitarfélagsins og að fullu starfi, samkvæmt hugmyndum sem nú liggja fyrir. Í kosningunum á dögunum vann Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar og er með sjö af ellefu bæjarfulltrúum. Gert er ráð fyrir að efsta fólk á listanum verði í forystuhlutverkum; þau Bragi Bjarnason sem skipaði efsta sætið og Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sem var í öðru sæti.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið rætt um að Fjóla verði bæjarstjóri og Bragi formaður í bæjarráði. Sú skipan muni gilda fram á um það bil mitt kjörtímabilið, en þá hafi þau hlutverkaskipti. Bæði eru þau Bragi og Fjóla ný í bæjarstjórn, en Bragi hefur starfsreynslu hjá Árborg sem stjórnandi á sviði íþrótta- og tómstundamála.

Gert er ráð fyrir að nýr meirihluti í Árborg kynni sig síðar í vikunni og taki formlega við stjórn mála í næstu viku. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert